FJÖLMIÐLAVAKTIN

 

Akureyri.net

30.01.2026

Perlað af Krafti í kvos MA um helgina

Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur ætlar að perla armbönd á morgun, laugardaginn 31. janúar í Menntaskólanum á Akureyri tilefni af vitundarvakningu félagsins. „Það er mikilvægt að vekja athygli á málstaðnum og samhliða árverkniátaki gefum við innsýn inn í líf fólks sem tengist félaginu,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krafts.

ruv.is - Menning

30.01.2026

Lovecraftian-skrímsli á íslenskum sveitabæ

Drýpur er fyrsta plata tónlistarkonunnar Bergþóru Kristbergsdóttur og geymir drungalega og klarinettdrifna tónlist. Bergþóra var fimm ár að vinna að plötunni. „Það mætti segja að þetta sé skúffuverkefni,“ segir hún en platan var samin samhliða því að hún stundaði nám við Listaháskóla Íslands. Það var alltaf einhver rauður þráður á milli laganna sem þróaðist yfir í að hún fór að búa til sögu í kringum plötuna og hvert lag fékk einhvers konar senu.

Bylgjan

30.01.2026

Stórleikurinn riðlar dagskrá margra

Íslenskt samfélag heldur nánast niðri í sér andanum í dag vegna undanúrslitaleiks strákanna okkar gegn Dönum. Tímasetning leiksins hefur áhrif á stóra viðburði sem eru á dagskrá í kvöld og hafa skipuleggjendur þurft að aðlaga dagskrána vegna áhuga landans. Ísland leikur í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Dönum.

Visir.is

30.01.2026

Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu

Umdeild ráðning óperustjórans Finns Bjarnasonar og ýmsir óskýrðir angar hennar voru til umræðu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Menningarvaktarinnar. Einnig var þar rætt um nýja söngleikinn Ormstungu, heimskuvæðingu Netflix og það nýjasta í bíóhúsum. Áttundi þáttur Menningarvaktarinnar, hlaðvarps Símonar Birgissonar um allt það helsta í íslenskri menningu, kom út í morgun en þar fékk hann til sín gestina Magnús Jochum Pálsson, menningarblaðamann og gagnrýnanda og Jónas Sen, tónlistargagnrýnanda til áratuga.

Visir.is

30.01.2026

Stórleikurinn riðlar dagskrá margra

Íslenskt samfélag heldur nánast niðri í sér andanum vegna undanúrslitaleiks strákanna okkar gegn Dönum. Tímasetning leiksins hefur áhrif á stóra viðburði sem eru á dagskrá í kvöld og hafa skipuleggjendur þurft að aðlaga dagskrá vegna áhuga landans. Ísland leikur í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Dönum.

Morgunblaðið

30.01.2026

Við eflum forvarnir

Áfengi og önnur vímuefni eru mikið í umræðunni núna. Þeir sem hugsa bara um ýtrustu hagsmuni sinnar eigin aðkomu að áfengisiðnaðinum vilja að lögum sé breytt þeim í hag. Til að þrýsta á lagabreytingar hafa sumir stundað ólöglega smásölu áfengis.

Sýn

29.01.2026

Bridgehátíð í Hörpu

Bridgehátíð hefst í Hörpu í kvöld og stendur yfir næstu daga. Margir bridgerararnir og Smári Jökull, eru að sjálfsögðu mættir þangað. Telma Tómasson: Smári, ertu kominn með spil í hönd? Smári Jökull Jónsson: Nei, Telma, reyndar ekki.

Sjónvarpið

29.01.2026

Bridgemót í Hörpu

Skulum við róa taugarnar niður í Hörpu, því þar sitja mörg hundruð manns að spilum á stórmóti Bridgesambands Íslands og þar er líka Anna Lilja Þórisdóttir, fréttamaður. Oddur Þórðardóttir: Já, Anna Lilja, hvernig gengur? Ertu nokkuð orðin ren? Anna Lilja Þórisdóttir: Nei, síður en svo. Hér er ég með öll tromp á hendi, eins og allir sem hér eru.

Ruv.is

29.01.2026

Lögðu sekt á ölmususjóð sem Brynjólfur biskup stofnaði áður en konungurinn varð einvaldur

Sjóðir og sjálfstæðar stofnanir sem trassa að skila inn ársreikningum hafa verið sektaðir um 113 milljónir króna til að þrýsta á um að þeir uppfylli skyldur sínar.Lögum samkvæmt verða sjóðir og sjálfstæðar stofnanir að skila inn ársreikningi en stór hluti hefur lítt hirt um slíkt árum og jafnvel áratugum saman. Skyldan á við um alla sjóði og stofnanir sem starfa eftir skipulagsskrá sem hefur verið staðfest af ráðherra, forseta eða konungi Íslands.

Byggingar.is

29.01.2026

Kynntu vindorkuvirkjun í Garpsdal fyrir verktökum

Fulltrúi EM orku kynnti áform um vindorkuvirkjun fyrir verktökum á Ísafirði í vikunni. Orkumálaráðherra hefur lagt til að virkjunarkosturinn fari í nýtingarflokk rammaáætlunar. EM orka vill reisa vindorkuvirkjun í Garpsdal í Reykhólasveit. Í gær hélt Ríkarður Ragnarsson, verkefnastjóri EM orku, kynningarfund fyrir verktaka á Ísafirði, í samstarfi við Bláma. Þetta er þriðji slíki fundurinn. Áður hafði Ríkarður kynnt verkefnið í Reykhólasveit og Hörpu í Reykjavík.

Visir.is

29.01.2026

Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi

Það er mjög gaman að upplifa ástríðu Benedek Regoczi fyrir hafið en Benedek er verkefnastjóri nýsköpunar hjá Sjávarklasanum. Benedek er fæddur í Ungverjalandi en alinn upp að hluta til á Turks og Caicos-eyjum, á svæði í Atlantshafi nálægt Karíbahafi. „Þar varð ég ástfanginn af hafinu,“ segir Benedek. Benedek er með meistaragráðu í stjórnun hafsvæða og strandsvæða frá Háskólasetri Vestfjarða en fyrir þann tíma nam Benedek í Svíþjóð, þar sem hann lauk BSc-gráðu í viðskiptafræði.

Ruv.is

28.01.2026

Kynntu vindorkuvirkjun í Garpsdal fyrir verktökum

EM orka vill reisa vindorkuvirkjun í Garpsdal í Reykhólasveit. Í gær hélt Ríkarður Ragnarsson, verkefnastjóri EM orku, kynningarfund fyrir verktaka á Ísafirði, í samstarfi við Bláma.Þetta er þriðji slíki fundurinn. Áður hafði Ríkarður kynnt verkefnið í Reykhólasveit og Hörpu í Reykjavík. „Við ætlum að setja ákveðnar kvaðir á stóru verktakana, brjóta verkefnið upp þannig að það sé hægt að deila verkþáttum niður til nærsamfélagsins,“ segir Ríkarður.

Morgunblaðið

28.01.2026

„Þetta er þinn fiskur og þú verður að klára þetta“

VeiðihorniðFáar konur hafa gert jafn mikið til þess að fá konur landsins í veiði og María Anna Clausen. Hún rekur Veiðihornið og er mikil fyrirmynd fyrir konur í veiði enda mikil veiðikona sjálf. Hún segir að konum í veiði hafi fjölgað mikið síðustu 30 árin enda ekkert jafn skemmtilegt og að veiða.

Morgunblaðið

28.01.2026

Forysta sem byggist á trausti

DagarFerðalag Önnu Kosmala, þjónustustjóra hjá Dögum, sem ungrar móður frá Póllandi til dagsins í dag þar sem hún er leiðtogi hjá Dögum9 er stórmerkilegt.Ég hef búið hér í tæplega þrjátíu ár,“ segir Anna Kosmala, „en ég hef aldrei séð norðurljósin eins og þau voru í gær á svölunum heima hjá mér þar sem ég horfði á þau dansa á himninum í allt að þrjár klukkustundir,“ segir hún.

Morgunblaðið

28.01.2026

Hefur komið konum í nýsköpun á kortið

Félag kvenna í nýsköpunFélag kvenna í nýsköpun hefur það að markmiði að gera konur í nýsköpun sýnilegri í þjóðfélaginu.Elinóra Inga Sigurðardóttir er stofnandi og formaður KVENN9 Félags kvenna í nýsköpun9 og hefur þrjátíu ára reynslu á vettvangi nýsköpunar.

Morgunblaðið

28.01.2026

Erfitt að gera upp á milli verkefna

• Myrkir músíkdagar verða haldnir dagana 29. janúar til 1. febrúar • Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi • Fjöldi ólíkra viðburða • Vilja virkja ungt fólk í sköpun•Nemendur hönnuðu tölvuleikVIÐTALTónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar verður sett á morgun, fimmtudaginn 29.

Visir.is

28.01.2026

„Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“

Íslendingar eru eflaust að flytja meira út af þekkingu og reynslu í grænum lausnum en marga grunar um. Það er liður í því að styðja við vöxt íslenskra fyrirtækja erlendis, auka útflutning og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar. Liður í þessu er að Ísland leggi sitt af mörkum til að mæta alþjóðlegum orkuskorti og hraða sjálfbærri umbreytingu. Ekki síst vegna þess að nú þegar er fyrirséð að orkuskortur sé fram undan. „Orka hefur til þessa verið aðgengileg, stöðug og frekar ódýr á Íslandi.

Byggingar.is

28.01.2026

Stefnumarkandi dómur um fyrningu

Landsréttur kvað upp stefnumarkandi dóm um upphafstíma fyrningar þann 22. janúar sl. Í málinu var deilt um meinta ágalla á þaki Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Á árinu 2016 komu fram upplýsingar um leka í húsinu. Var þá ráðist í ýmsar rannsóknir og var þeim fram haldið til ársins 2020. Í dóminum var tekið til skoðunar hvort krafan væri fyrnd. Rakti dómurinn efni 1. mgr. 10. gr. laga nr.

ruv.is - Menning

27.01.2026

Óvissa um óskrifaða óperu og deilt um hver ætti að ráða óperustjóra

Íslenska óperan afturkallaði vilyrði um stofneign til þjóðaróperunnar og keypti ríkið í staðinn af henni nótur, búninga og hljóðfæri fyrir á annan tug milljóna. Óvíst er hver á óskrifaða óperu um Agnesi Magnúsdóttir.Mátti ekki verða eins og leikmunur í ÞjóðleikhúsinuMadama Butterfly eftir Puccini var svanasöngur íslensku óperunnar; þjóðarópera undir hatti þjóðleikhússins á að fylla það skarð sem hún skildi eftir sig.

Rás 1 og 2

27.01.2026

Ekki beinn og breiður vegur að stofna óperu

(Handritið var unnið sjálfvirkt og hefur ekki verið yfirfarið) Þetta er sópransöngkonan Renata Scotto sem flytur angurværu aríuna Un bel di vedremo úr Madama Butterfly eftir Puccini. Madama Butterfly var svanasöngur Íslensku óperunnar. Þjóðarópera undir hatti Þjóðleikhússins á að fylla það skarð sem hún skildi eftir sig.

vb.is

27.01.2026

Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku

Stofnuð hafa verið tvö ný svið innan HS Orku, annars vegar svið sjálfbærni og aðfangastýringar og hins vegar svið auðlinda. Í tilkynningu frá HS Orku segir að breytingarnar hafi tekið gildi um nýliðin áramót.Enn fremur tekur nýr framkvæmdastjóri við sviði þróunar og framkvæmda í mars næstkomandi.

Visir.is

27.01.2026

Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku

Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn HS Orku en þar hafa tvö ný svið verið stofnuð. Breytingarnar tóku gildi um nýliðin áramót. Finnur Sveinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja sviðs sjálfbærni og aðfangastýringar. Hann hefur síðastliðin fjögur ár stýrt sjálfbærnideild fyrirtækisins auk þess að annast viðskiptastjórn nýframkvæmda. Finnur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í umhverfisfræði frá Gautaborgarháskóla.

Vísir - Skoðun

27.01.2026

Hvað er velsældarhagkerfið?

Velsældarhagkerfi hefur þann tilgang að tryggja sameiginlega velsæld á heilbrigðri Jörðu. Ólíkt þeirri haghugsun sem við höfum alist upp við er tilgangur hagþróunar velsældarhagkerfisins ekki ótakmarkaður vöxtur, heldur velsæld manna og náttúru. Velsældarhagkerfi er íslenska þýðingin á wellbeing economy og alþjóðleg samtök velsældarhagkerfa er þýðing á Wellbeing Economy Alliance eða WEAll sem var stofnað árið 2018. Kristín Vala var í hópnum sem stofnaði alþjóðasamtökin WEAll.

Mbl.is

27.01.2026

Fræðimenn og frumkvöðlar koma saman í Hörpu

Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um sjálfbærni, fer fram í Silfurbergi Hörpu á föstudaginn, 30. janúar. Að því er fram kemur í tilkynningu er ráðstefnan stærsti árlegi sjálfbærniviðburður landsins. Þema ráðstefnunnar í ár er „Umbreyting er ákvörðun“, sem þykir aðkallandi vegna stöðu alþjóðamála núna, óvissu, áhrifa loftslagsbreytinga, örrar tækniþróunar og samfélagslegra áskorana sem kalla á raunhæfar leiðir til umbreytingar meðal fyrirtækja, stofnana og almennings.

DV.is

27.01.2026

„Heimurinn er að breytast og við þurfum að breytast með“

Janúarráðstefna Festu fer fram í Silfurbergi Hörpu á föstudaginn, 30. janúar. Um er að ræða stærsta árlega viðburð landsins sem snýr að sjálfbærnimálum. Þema ráðstefnunnar í ár er Umbreyting er ákvörðun, sem er sérstaklega aðkallandi vegna stöðu alþjóðamála sem felst meðal annars í geópólitískri óvissu, áhrifum loftslagsbreytinga, örri tækniþróun og samfélagslegum áskorunum sem kalla á raunhæfar og markvissar leiðir til umbreytingar meðal fyrirtækja, stofnana og almennings.

Morgunblaðið

27.01.2026

Kvintett Ásgeirs Ásgeirssonar heldur tónleika á Múlanum

MENNINGJazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með vordagskrá sína á morgun, miðvikudaginn 28. febrúar, þegar gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson heldur tónleika ásamt kvintett sínum sem hefjast klukkan 20 á Björtuloftum, Hörpu.

veitingageirinn.is

26.01.2026

Myndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026

Matur og vínpörun voru órjúfanlegur hluti af hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara, sem haldinn var í Hörpu nú á dögunum með húsfylli, að því er fram kemur í tilkynningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara. Matseðill kvöldsins og pörun drykkja endurspegluðu bæði breidd og dýpt íslenskrar matargerðar og drykkjamenningar, þar sem áhersla var lögð á jafnvægi, nákvæmni og heildstæða upplifun.

Mbl.is

26.01.2026

Keyptu á annað þúsund bíla í fyrra

Bílaleigan Blue Car Rental í Reykjanesbæ, ein af fjórum stærstu bílaleigum landsins, fór í mikla endurmörkun á síðasta ári og vinnu með vörumerkið. Það skilaði sér í tilnefningu sem besta vörumerki vinnustaðar með 50 starfsmenn eða fleiri hjá vörumerkjastofunni Brandr. Úrslit verða kunngjörð á verðlaunahátíð í Kaldalóni í Hörpu 19. febrúar nk. Spurður um þýðingu tilnefningarinnar segir Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri í samtali við Morgunblaðið að um skemmtilega viðurkenningu sé að ræða.

Morgunblaðið

26.01.2026

Keyptu á annað þúsund bíla í fyrra

¦ Bílaleigan Blue Car Rental tilnefnd sem besta vörumerki vinnustaðar hjá Brandr ¦ Pantanir fyrir árið lofa góðu ¦ Fóru í endurmörkun og vinnu með vörumerkið ¦ Erfitt að skera sig úrBAKSVIÐBílaleigan Blue Car Rental í Reykjanesbæ, ein af fjórum stærstu bílaleigum landsins, fór í mikla endurmörkun á síðasta ári og vinnu með vörumerkið.

Ruv.is

25.01.2026

Stefna á Íslandsmet í perli til styrktar Krafti

Ungir sem aldnir flykktust í Hörpu í dag til að perla armbönd til styrktar Krafti - stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Armböndin eru seld til fjáröflunar fyrir félagið en fyrir viðburðinn í Hörpu í dag höfðu þegar verið framleidd um fjögur þúsund armbönd og markmiðið var að bæta vel við í dag.

Fótbolti.net

26.01.2026

Harpa og Júlía áfram hjá Fylki eftir fall

Mynd: Fylkir Tveir spennandi leikmenn eru búnir að framlengja samninga sína við Fylki eftir að liðið féll úr Lengjudeildinni í fyrra. Harpa Karen Antonsdóttir er búin að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár og gildir hann út komandi keppnistímabil. Harpa Karen er fædd 1999 og lék 16 leiki í deild og bikar í fyrra. Hún er uppalin hjá Val og skipti yfir til Fylkis fyrir síðasta tímabil eftir að hafa leikið fyrir KR, ÍH, Hauka og Aftureldingu. „Við bindum miklar vonir við Hörpu á komandi tímabili.

Mbl.is

25.01.2026

Forréttindi að skemmta fólki

James Cundall er frá Yorkshire á Englandi þar sem víkingar bjuggu forðum daga. Hann venur nú komur sínar til Íslands og hefur gert síðustu þrjú árin. Bóndasonurinn frá Yorkshire tók ekki við búinu af föður sínum heldur hóf feril sinn sem sjóðsstjóri en stofnaði svo eigið fyrirtæki í skemmtanabransanum í Hong Kong sem síðar varð að Jamboree Entertainment. James var staddur á Íslandi um daginn og féllst á að segja blaðamanni sína sögu. Til í hvað sem er „Ég hef verið í bransanum nú í þrjátíu ár.

Ruv.is

25.01.2026

Stefna á Íslandsmet í perli til styrktar Krafts

Ungir sem aldnir flykktust í Hörpu í dag til að perla armbönd til styrktar Krafti - stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Armböndin eru seld til fjáröflunar fyrir félagið en fyrir viðburðinn í Hörpu í dag höfðu þegar verið framleidd um fjögur þúsund armbönd og markmiðið var að bæta vel við í dag.

Sjónvarpið

25.01.2026

Perlað af Krafti

Ungir sem aldnir flykktust í Hörpu í dag til að perla armbönd til styrktar Krafti, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þess. Armböndin eru seld til fjáröflunar fyrir félagið en fyrir viðburðinn í Hörpu í dag höfðu þegar verið framleidd um 4.000 armbönd og markmiðið var að bæta vel við í dag.

Sýn

23.01.2026

Gáfu út nýstárleg vottorð

Allt að þriðjungur vinnutíma heimilislækna fer í útgáfu ýmis konar vottorða. Formaður félags íslenskra heimilislækna gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði í málinu. Á læknadögum í Hörpu stóð Félag íslenskra heimilislækna fyrir gjörningi til að vekja athygli á öllum þeim fjölda læknisvottorða sem gefin eru út á hverju ári.

Mbl.is

25.01.2026

Hrepptu 750 þúsund krónur

Á föstudag lauk vikulangri gervigreindarkeppni, þeirri fyrstu sinnar tegundar hér á landi, þar sem yfir 200 keppendur tóku þátt. Keppnin var aðgengileg öllum en var skipt upp í tvo flokka; opinn flokk og svo háskólaflokk fyrir háskólanemendur. Liðið Þreyttir foreldrar, skipað þeim Kristjáni Eldjárn og Þórönnu Dís Bender, fór með sigur af hólmi og kom liðið Winir, skipað Jasoni Andra Gíslasyni, Einari Andra Víðissyni og Valdimari Erni Sverrissyni, þar á eftir.

Mbl.is

24.01.2026

Blómin hluti af Vínartónleikunum

Ragnhildur Fjeldsted, flugfreyja hjá Icelandair, hefur unnið við blómaskreytingar í áratugi og þar á meðal fyrir Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í 17 ár. Eftir að hafa starfað fyrir Icelandair í Kaupmannahöfn, Amsterdam og London flutti Ragnhildur aftur til Íslands og opnaði litla vinnustofu, Dans á rósum, á horni Lokastígs og Baldursgötu í Reykjavík 2006. „Tilgangurinn var ekki að vera með búð heldur að vinna að ákveðnum verkefnum fyrir allra augum eins og ég hafði kynnst í London,“ segir hún.

Mbl.is

24.01.2026

Bregðast þarf við öldrun þjóðarinnar

Íslendingar sem kljást við hina ýmsu sjúkdóma eru ekki vanir því að þurfa sjálfir að hafa eftirlit með heilsu sinni. Með því að nýta fjarlækningar á skilvirkan hátt verður hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfinu, auk þess sem sjúklingarnir sjálfir fá betra aðhald. Þetta segir Svíinn Christer Rosenberg, sérfræðingur og ráðgjafi í heilbrigðisþjónustu, sem hefur langa reynslu að baki þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og þeim áskorunum sem þar eru uppi.

Morgunblaðið

24.01.2026

Vill gleðja áhorfendur

Tónlistaráhugamaðurinn og tónleikahaldarinn breski James Cundall er kolfallinn fyrir Íslandi. Hann flytur inn sýningar í röðum og fyllir Hörpu trekk í trekk. James segir Hörpu tónlistarhús á heimsmælikvarða.

Morgunblaðið

24.01.2026

Í FÓKUS

SPURNING DAGSINSBorðar þú þorramat?Gerður JensdóttirBara hangikjöt og slátur; ekki þetta súra.Bjarni Þorkell JónssonJá, hrútspungar, lundabaggar og hákarl er í uppáhaldi.Ragnheiður Arna TorfadóttirNei, ég geri það ekki.

Morgunblaðið

24.01.2026

Hafa sjálfir eftirlit með heilsunni

• Sænskur sérfræðingur og ráðgjafi hélt erindi í Hörpu • Bregðast þarf við öldrun þjóðarinnar • Lækningatæki nauðsynleg • Aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga Huga þarf að siðferðiVIÐTALÍslendingar sem kljást við hina ýmsu sjúkdóma eru ekki vanir því að þurfa sjálfir að hafa eftirlit með heilsu sinni.

Visir.is

23.01.2026

Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér

Allt að þriðjungur vinnutíma heimilislækna fer í útgáfu ýmis konar vottorða. Formaður félags íslenskra heimilislækna gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði í málinu. Á læknadögum í Hörpu stóð Félag íslenskra heimilislækna fyrir gjörningi til að vekja athygli á öllum þeim fjölda læknisvottorða sem gefin eru út á hverju ári.