FJÖLMIÐLAVAKTIN

 

Morgunblaðið

06.12.2025

Bæta þarf nám og kennslu í faggreinum

Blaðamenn Morgunblaðsins, sér í lagi Hólmfríður María Ragnhildardóttir, eiga þakkir skildar fyrir að skerpa sýn okkar á stöðu íslensks skólakerfis. Í nýlegu viðtali Hólmfríðar við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, fyrrverandi ráðherra menntamála, kom fram sú áhugaverða skoðun að þyngja þyrfti námsefni í skólum og upplýsa skýrar um námsárangur en raun bæri vitni.

DV.is

05.12.2025

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Heimsmeistari Ultimate Elvis Tribute Artist 2024 mun snúa aftur til Íslands vegna mikillar eftirspurnar á næsta ári, samkvæmt því sem framleiðendurnir Jamboree Entertainment hafa tilkynnt. Emilio Santoro þeytti frumraun sína í Hörpu með Elvis-leiksýningu sinni í september síðastliðnum, aðeins vikum eftir að hafa unnið hinn eftirsótta titil, þann eina sem Elvis Presley Enterprises veitir á heimili rokkkonungsins; Graceland.

veitingageirinn.is

05.12.2025

Smassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir

Vinirnir Hákon og Daníel Í nóvember, tvær síðustu helgarnar, buðu matreiðslumennirnir Daníel Pétur Baldursson og Hákon Sæmundsson upp á PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar á Siglufirði þar sem hinn sívinsæli Jólaborgari var á matseðlinum. Siglfirðingar létu ekki bjóða sér það tvisvar og var straumur gesta frá upphafi, enda margir sem hafa beðið eftir jólaborgaranum í heilt ár. Þetta var í tíunda sinn sem Daníel býður upp á þennan eftirminnilega borgara sem hefur ávallt notið mikilla vinsælda.

vikudagur.is

05.12.2025

Formaður Framsýnar þreifaði á málefnum PCC á Bakka við ráðamenn

Viðskiptagreining Landsvirkjunar stóð fyrir opnum fundi í Hörpu fimmtudaginn 4. desember um þróun mála hjá álverum og kísilframleiðendum síðustu misseri og hún sett í samhengi við íslenskan raunveruleika og alþjóðamarkaði.

veitingageirinn.is

05.12.2025

Brasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu

Veitingastaðurinn Brasa hefur nú opnað formlega dyr sínar á annarri hæð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Að staðnum standa þeir Hinrik Örn Lárusson, Viktor Örn Andrésson og Sigurður Helgason, sem allir hafa áratuga reynslu og margverðlaunaðir matreiðslumen. Sigurður Helgason, Viktor O¨rn, Hinrik La´russon, eigendur BRASA Opnunarpartý fór fram í gær, fimmtudaginn 4. desember, þar sem gestir nutu léttar veitingar.

Ruv.is

05.12.2025

„Söngurinn er vannýtt auðlind“

Skólakór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði var stofnaður haustið 1965 og fagnar 60 ára afmæli í ár.Egill Friðleifsson stofnaði kórinn og stýrði honum í 40 ár en Brynhildur Auðbjargardóttir tók við kórstjórninni 2005. Brynhildur var sjálf í kórnum sem barn.Samfélagið á Rás1 kíkti á æfingu hjá kórnum en þessa dagana standa yfir æfingar fyrir árlega jólatónleika kórsins sem verða í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn. Í vor verður svo blásið til afmælistónleika í Hörpu.Hægt er að hlusta á umfjöllunina í Spilara RÚV.

Visir.is

05.12.2025

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Heimsmeistari Ultimate Elvis Tribute Artist 2024 mun snúa aftur til Íslands vegna mikillar eftirspurnar á næsta ári, samkvæmt því sem framleiðendurnir Jamboree Entertainment hafa tilkynnt. Emilio Santoro þeytti frumraun sína í Hörpu með Elvis-leiksýningu sinni í september síðastliðnum, aðeins vikum eftir að hafa unnið hinn eftirsótta titil, þann eina sem Elvis Presley Enterprises veitir á heimili rokkkonungsins; Graceland.

Morgunblaðið

05.12.2025

„Ýktar útgáfur af mér“

• „Þegar við lesum þá komumst við næst því að lesa hugsanir annarra“ • Rækjuvík er þriðja bók Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur um tvíburasystkinin Baldur og Ingu • Ákveðið form af sjálfsmildiVIÐTAL„Þegar ég byrjaði á bókaflokknum fyrir nokkrum árum komst ég fljótlega að því að ég hef ekki mikinn áhuga á ævintýrum, heldur bara því sem gerist í blokk,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir um barnabókina Rækjuvík – Saga um dularfull skeyti og stuð sem hún sendi nýverið frá sér þar sem hún skrifar bæði og myndlýsir.

Morgunblaðið

05.12.2025

Hvernig er að vera piparmey?

• Sagnfæðingurinn Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir rannsakaði líf Thoru Friðriksson og hlutskipti piparmeyja • Í íslensku er ekkert karlkynsorð sem samsvarar orðinu piparjúnkaVIÐTALPiparmeyjar: Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi heitir nýútkomin bók eftir sagnfræðinginn Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur.

Morgunblaðið

05.12.2025

„Eins og söngur úr sálinni“

• Hallgrímur Helgason sendir frá sér kvæðasafnið Drungabrim í dauðum sjó – Kvæði fyrir ókvæða öld • Hefur ákveðnar áhyggjur af stöðu háttbundna kvæðisins • Samtímasaga næstVIÐTAL„Eftir að hafa sent frá mér þrjár þykkar skáldsögur í röð fannst mér vera kominn tími á ljóðin,“ segir Hallgrímur Helgason um kvæðasafnið Drungabrim í dauðum sjó – Kvæði fyrir ókvæða öld sem hann hefur sent frá sér, en um er að ræða fyrstu bók hans eftir útgáfu Sextíu kílóa skáldsagnaþríleiksins.

Morgunblaðið

05.12.2025

Vegið og metið

Yfirlit dóma og listapistla sem birtust á menningarsíðum í nóvembermánuðiBÆKURTálEftir Arnald Indriðason (SG)„Frásögnin vekur lesendur til umhugsunar um ríkjandi ástand í borginni.“ÚtreiðartúrinnEftir Rögnu Sigurðardóttur (KJJ)„Áhugaverðar íhuganir um einelti og ofbeldi unglinga.

vb.is

04.12.2025

Myndir: Sjávarútvegsdagurinn 2025

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA), var haldinn á dögunum í Norðurljósasal Hörpu. Yfirskrift dagsins í ár var Íslenskur sjávarútvegur í ólgusjó.Kristrún Auður Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri IS Haf fjárfestinga, annaðist fundarstjórn og setti fundinn. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hélt opnunarávarp áður en Jónas Gestur Jónasson, meðeigandi Deloitte, fór yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldis árið 2024.

Visir.is

04.12.2025

Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn

„Orkan, álið og kísillinn“ er yfirskrift opins raforkumarkaðsfundar Viðskiptagreiningar Landsvirkjunar sem fram fer í Kaldalóni í Hörpu í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi að neðan. „Verðsveiflur, tollar og framleiðslustöðvanir. Það hefur margt gengið á hjá álverum og kísilframleiðendum síðustu vikur og mánuði. Við ætlum að ræða þessa þróun í samhengi við bæði íslenskan raunveruleika og alþjóðamarkaði,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Mbl.is

04.12.2025

Beint: Landsvirkjun fer yfir stöðuna

Margt hefur gengið á hjá álverum og kísilframleiðendum síðustu vikur og mánuði; verðsveiflur, tollar og framleiðslustöðvanir. Viðskiptagreining Landsvirkjunar stendur nú fyrir opnum raforkumarkaðsfundi í Kaldalóni í Hörpu þar sem þróunin verður rædd í samhengi við íslenskan raunveruleika og alþjóðamarkaði. Til að byrja með fer Jónas Hlynur Hallgrímsson, forstöðumaður Viðskiptagreiningar og þróunar markaða, yfir alþjóðlega þróun á raforkumörkuðum og samkeppnishæfni.

ruv.is - Menning

04.12.2025

„Af því sem ég hef gert er þetta hugsanlega það vafasamasta“

Birgitta Haukdal og Hugleikur Dagsson standa bæði í ströngu fyrir jólin. Birgitta kemur fram á stórtónleikum á föstudag en aðventan fer að miklu leyti í kynningu á nýjustu barnabókum hennar. Hugleikur var að senda frá sér nýtt spil sem nefnist Íslendingabrók og mætti segja að markmið og efni spilsins geti talist aðeins vafasamt. Hugleikur og Birgitta fundu tíma til að setjast niður með þeim Gísla Marteini Baldurssyni og Söndru Barilli í Morgunkaffinu á Rás 2.

lifdununa.is

04.12.2025

Boðið til sætis – í minningu látins ástvinar

Viðar Eggertsson Viðar Eggertsson, leikstjóri og öldungur, skrifar: „Það vantar svo fleiri bekki í Reykjavík“, var setning sem vinir Unu Collins búningahöfundar mundu öll sterklega eftir að hún hafði oft sagt. Þau höfðu komið saman til að minnast hennar að henni látinni og voru að ráða ráðum sínum hvernig best væri að minnast hennar og þess mikla framlags sem hún lagði sviðslistum á Íslandi. Það þurfti því ekki að bollaleggja mikið lengur.

Morgunblaðið

04.12.2025

Fulltrúar ungu kynslóðarinnar

• Jólatónleikar KammersveitarinnarKammersveit Reykjavíkur heldur árlegu jólatónleika sína sunnudaginn 7. desember. Tónleikarnir, sem eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar, fara fram í Norðurljósum Hörpu og hefjast kl.

Morgunblaðið

04.12.2025

Salka Sól og Stórsveitin með Jólafjör

Jólafjör Stórsveitar Reykjavíkur, árlegir fjölskyldujólatónleikar Stórsveitarinnar, verður haldið í Norðurljósum Hörpu laugardaginn 6. desember kl. 14. „Tónleikarnir eru að þessu sinni einnig útgáfutónleikar nýrrar jólaplötu, Í takt við jólin! Platan geymir tíu skemmtileg jólalög sem allir þekkja í spriklandi hressum útsetningum Eiríks Rafns Stefánssonar sem einnig stjórnar.

Morgunblaðið

04.12.2025

Reykskynjarinn lét reglulega til sín taka

Jólaminning tengist reykskynjaranum og góðum matJólaminning tengist reykskynjaranum og góðum matTónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld er margt til lista lagt. Í samtali við Morgunblaðið segir hún frá því hver sé hennar uppáhaldsjólagræja.

Morgunblaðið

04.12.2025

Færri komust að en vildu í Hörpu

• Bekkurinn var þéttsetinn á tónleikum Baltic Neopolis Orchestra í Norðurljósasal Hörpu • Tónleikarnir haldnir 1. desember til heiðurs Íslandi • Pólverjar buðu líka upp á djassveislu í árStrengjakammersveitin Baltic Neopolis Orchestra, sem stofnuð var árið 2008 í Szczecin í Póllandi, fékk góðar viðtökur á tónleikum sínum í Norðurljósasal Hörpu 1.

Morgunblaðið

04.12.2025

Jólalög úr söngbók Stefáns

• Heldur tvenna tónleika í Hörpu 13. desember • Ein gjöf er eftir • Pöturnar eru komnar á vínil • Margir spila lögin strax þegar fer að dimma á haustin„Ég fann á mínu fólki að kominn var tími til að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni,“ segir Stefán Hilmarsson söngvari.

veitingageirinn.is

03.12.2025

Uppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu

Það er nú orðið ljóst að engin sæti eru eftir á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara sem fram fer í Hörpu laugardagskvöldið 10. janúar. Áhuginn hefur verið gífurlegur og myndaðist biðlisti strax um miðjan nóvember sem jafnast á við met í sögu þessa vinsæla viðburðar. Þetta eru kærkomin tíðindi fyrir félagsmenn Klúbbs matreiðslumeistara sem taka þátt í undirbúningi og framkvæmd kvöldsins.

Samtök Iðnaðarins

03.12.2025

Fjölmennur fundur á Akureyri um sí- og endurmenntun iðngreina

Fjölmennt var á fundi Iðunnar fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins, FMA, Byggiðnar og FIT sem haldinn var í Hofi á Akureyri fyrir skömmu þar sem fjallað var um stöðu sí- og endurmenntunar í iðngreinum á Norðurlandi. Fjöldi fulltrúa fyrirtækja, kennara og fagfólks úr iðnaði mætti og skapaðist lífleg og uppbyggileg umræða um þörf, tækifæri og næstu skref í fræðslu og hæfnieflingu.

Ruv.is

03.12.2025

Vill endurskoða greiðslur til Viðskiptaráðs

Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði nýlega upplýsinga um hvaða fyrirtæki í ráðandi eigu ríkisins hefðu greitt til Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og tengdra félaga á síðustu tíu árum. Fjármála- og efnahagsráðherra birti svar við fyrirspurninni í fyrrakvöld og í ljós kom að tólf fyrirtæki, sem eru að hluta eða heild í eigu ríkisins, greiða 245 milljónir króna í félagsgjöld til samtakanna og hafa greitt um tvo milljarða frá 2015.

vb.is

03.12.2025

Veitingastaðir

Velta stærstu veitingafyrirtækja landsins hélt áfram að vaxa á árinu 2024 og nam nærri 29 milljörðum króna hjá þeim tíu stærstu. Þar er gert ráð fyrir að velta Lagardére travel retail ehf. (LTR) hafi a.m.k. staðið í stað milli ára, en félagið á eftir að birta ársreikning vegna ársins 2024. Félagið starfrækti veitingastaði, bari og kaffihús á Keflavíkurflugvelli á árunum 2015-2025, en það velti 4,1 milljarði króna árið 2023. Fyrr á árinu tóku nýir aðilar við rekstri veitingastaða á flugvellinum.

Rás 1

03.12.2025

Ríkisfyrirtæki setja 245 milljónir í félagsgjöld

(Handritið var unnið sjálfvirkt og hefur ekki verið yfirfarið) Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði nýlega upplýsinga um hvaða fyrirtæki í ráðandi eigu ríkisins höfðu greitt til Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og tengdra félaga á síðustu 10 árum. Fjármála- og efnahagsráðherra birti svar við fyrirspurninni í fyrrakvöld og í ljós kom að 12 fyrirtæki sem urðu að hluta eða heild í eigu ríkisins. Greiddu 245 milljónir króna í félagsgjöld til samtakanna og hafa greitt um tvo milljarða frá 2015.

Viðskiptablaðið

03.12.2025

Sjávarútvegsdagurinn 2025

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA), var haldinn á dögunum í Norðurljósasal Hörpu. Yfirskrift dagsins í ár var Íslenskur sjávarútvegur í ólgusjó.

Morgunblaðið

03.12.2025

Gulli Briem og félagar á Múlanum

Trommuleikarinn Gulli Briem kemur fram ásamt hljómsveit sinni á tónleikum í kvöld, miðvikudaginn 3. desember, kl. 20 á Björtuloftum, Hörpu. Eru þeir hluti af haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Gulli Briem hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi síðastliðna áratugi, segir í tilkynningu.

DV.is

02.12.2025

Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins mokgræða á ríkinu – Hafa fengið tvo milljarða frá árinu 2015

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa stórgrætt á ríkisfyrirtækjum undanfarin ár. Þetta má sjá í svari Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vísir greindi fyrst frá.

Heimildin.is

02.12.2025

Ríkisfyrirtæki hafa greitt hagsmunasamtökum tvo milljarða síðan 2015

Íslensk ríkisfyrirtæki og -stofnanir hafa á síðustu tíu árum greitt tvo milljarða til hagsmunasamtaka á borð við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Landsbankinn og Landsvirkjun greiða lang mest. Greiðslur ríkisaðila til samtakanna hafa vaxið úr 111 milljónum króna árið 2015 í 245 milljónir í ár, en aldrei hafa hærri gjöld verið greidd til slíkra samtaka og á yfirstandandi ári.

Visir.is

02.12.2025

Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum

Hundruð milljóna króna renna frá ríkisfyrirtækjum til Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga þeirra á ári hverju. Það sem af er ári hafa ríkisfyrirtæki á borð við Landsbankann og Landsvirkjun greitt 245 milljónir og í fyrra nam upphæðin 244 milljónum. Síðustu fimm ár hafa ríkisfyrirtæki greitt 1,1 milljarða króna fyrir hagsmunagæslu.

K100 - þættir

02.12.2025

Segir soninn fara aðrar leiðir

„Jú, jú, jólin eru ágæt en þau eru alltof stutt. Ég kann að meta þetta langa skeið þarna á undan jólunum,“ segir tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson sem kveðst vera meira „aðventubarn“ en „jólabarn“. Stefán ræddi málin í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í morgun þar sem hann kynnti nýtt efni og komandi tónleikahald. Tilefnið var útgáfa nýrrar stuttskífu sem inniheldur þrjú ný lög. Stefán lýsir plötunni sem „einni þeirri minnstu sem sögur fara af“ en hún ber yfirskriftina Lítil Jól.

Mbl.is

02.12.2025

Ragga Gísla heiðruð á degi íslenskrar tónlistar

Tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir, betur þekkt sem Ragga Gísla, hlýtur heiðursmerki STEFs í ár. Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs og Páll Ragnar Pálsson tónskáld veittu henni heiðursmerkið við hátíðlega athöfn í Hörpu á degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var í gær. Tónlistaraðildarfélögin STEF og SFH hafa síðustu ár nýtt daginn til að veita viðurkenningar þeim einstaklingum og/eða hópum sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í þágu íslensks tónlistarlífs.

Mbl.is

02.12.2025

Árgjöld ríkisfyrirtækja 245 milljónir

Árgjöld fyrir aðild ríkisfyrirtækja að Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum þeirra voru rúmlega 245 milljónir króna í ár, rúmlega 444 milljónir árið 2024 og tæplega 240 milljónir árið 2023. Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, þingmanni Samfylkingarinnar, um aðild ríkisfyrirtækja að Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins.

DV.is

02.12.2025

The Barricade Boys mæta í Hörpu

Stjörnur West End í London, The Barricade Boys, koma til Íslands á næsta ári í framhaldi af uppseldri tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin og flytja Broadway Party sýningu sína á sviðinu í Eldborg í Hörpu. The Barricade Boys eru mest spennandi söngleikjasönghópur Bretlands um þessar mundir og setja sinn einstaka blæ á fjölbreytt þekkt lög þar sem þeir undirstrika sönghæfileika sína og bæta auk þess við kraftmikill sviðsframkomu þar sem þeir grínast mikið hver í öðrum.

Visir.is

02.12.2025

The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party

Stjörnur West End í London, The Barricade Boys, koma til Íslands á næsta ári í framhaldi af uppseldri tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin og flyta Broadway Party sýningu sína á sviðinu í Eldborg í Hörpu. The Barricade Boys eru mest spennandi söngleikjasönghópur Bretlands um þessar mundir og setja sinn einstaka blæ á fjölbreytt þekkt lög þar sem þeir undirstrika sönghæfileika sína og bæta auk þess við kraftmikill sviðsframkomu þar sem þeir grínast mikið hver í öðrum.

Morgunblaðið

02.12.2025

Ragga Gísla heiðruð á degi íslenskrar tónlistar

Tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir, betur þekkt sem Ragga Gísla, hlýtur heiðursmerki STEFs í ár. Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs og Páll Ragnar Pálsson tónskáld veittu henni heiðursmerkið við hátíðlega athöfn í Hörpu á degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var í gær.

Stöð 2

01.12.2025

Haldið upp á Dag íslenskrar tónlistar

Haldið var upp á dag íslenskrar tónlistar í Hörpu og venju samkvæmt voru veittar viðurkenningar til þeirra sem þykja hafa átt þátt í að efla íslenskt tónlistarlíf á síðustu misserum. Aðalverðlaun dagsins, eða heiðursverðlaunin sem nefnast Lítill fugl, hlutu Músíktilraunir sem hafa að mati dómnefndar skapað stökkpall fyrir ungt fólk í tónlist. Ragnhildur Gísladóttir hlaut heiðursmerki STEFs.

Stöð 2

01.12.2025

Ný orkuspá Íslands

Ný orkuspá Íslands fyrir árin 2025 til 2050 var kynnt í Hörpu í morgun. Þar ítrekaði forstjóri Landsnets mikilvægi þess að styrkja flutningskerfið og umhverfisráðherra tók undir og sagði helstu áskoranir lúta að flutningstakmörkunum raforku. Orkuspáin hvetji stjórnvöld til þess að klára rammaáætlanir sem búið sé að leggja fram á þingi og halda áfram einföldun regluverks til að afla aukinnar orku.

Sjónvarpið

01.12.2025

Dagur íslenskrar tónlistar

Ragnhildur Gísladóttir og (...

Visir.is

01.12.2025

Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar?

Í dag 1. desember klukkan 17:00 fer fram formleg dagskrá Dags íslenskrar tónlistar í Hörpu. Þá kemur í ljós hvaða einstaklingar eða hópar munu hljóta viðurkenningar ársins, auk þess sem flutt verða hátíðleg skemmti- og tónlistaratriði í takt við daginn. Hægt er að horfa á hátíðina í beinu streymi hér fyrir neðan. Hægt er að horfa í spilaranum hér að neðan en hátíðin hefst kl 17:00: Dagur íslenskrar tónlistar hefur verið haldinn í 1.

Visir.is

01.12.2025

Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar

Formleg hátíðardagskrá Dags íslenskrar tónlistar fór fram í Hörpu í dag þar sem tónlistaraðildarfélögin STEF og SFH nýttu tækifærið og veittu viðurkenningar þeim einstaklingum og/eða hópum sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í þágu íslensks tónlistarlífs á síðustu misserum. Meðal verðlaunahafa fyrri ára eru Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson, Glatkistan, Stelpur rokka, Iceland Sync, Árni Matthíasson, Andrea Jónsdóttir, Græni hatturinn á Akureyri og fleiri.

ruv.is - Menning

01.12.2025

Þessi hljóta viðurkenningar á degi íslenskrar tónlistar

Um árabil hefur dagur íslenskrar tónlistar verið 1. desember. Þá hafa tónlistaraðildarfélögin STEF og SFH notað tækifærið og veitt viðurkenningar þeim sem þykja hafa átt þátt í að efla íslenskt tónlistarlíf.Viðurkenningar voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu síðdegis þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson og Benni Hemm Hemm fluttu lagið Eitt af blómunum. Tónmenntunarkennarar um allt land völdu lagið sem samsöngslag ársins og það var sungið kl. 10:05 í morgun í skólum landsins.

Rás 1 og 2

01.12.2025

Dagur Íslenskrar tónlistar

Ragnhildur Gísladóttir og Músíktilraunir fengu viðurkenningu fyrir að efla íslenskt tónlistarlíf við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag, á degi íslenskrar tónlistar. Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda og STEF, hagsmunasamtök tón- og textahöfunda á Íslandi, veittu viðurkenningarnar. Heiðursverðlaunin Lítill fugl hlutu Músíktilraunir fyrir að hafa leitt fyrstu skref efnilegasta tónlistarfólks landsins í áraraðir.

Mbl.is

01.12.2025

Tilnefningar til Bestu vörumerkja 2025

Listi yfir fyrirtækin sem tilnefnd eru sem bestu íslensku vörumerkin 2025 hefur verið birtur. Það er vörumerkjastofan brandr sem veitir verðlaunin. Fyrirtækin sjást á meðfylgjandi myndum og flokkarnir sem þau tilheyra. Þetta er í sjötta skiptið sem verðlaunin eru veitt. Frétt af mbl.is Þrjátíu vörumerki tilnefnd í ár Fimmtíu manna valnefnd tilnefndi þrjátíu vörumerki, fimm í hverjum flokki. Flokkarnir eru vörumerki vinnustaðar, fyrirtækjamarkaðar og einstaklingsmarkaðar.

ruv.is - Menning

01.12.2025

Salka Sól og Stórsveit Reykjavíkur eru í takt við jólin

Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð 1992, þegar Salka Sól var fjögurra ára. Sveitin telur eina 17 hljóðfæraleikara sem eru 13 blásarar og fjögra manna hrynsveit. Hljómsveitin hefur haldið vel á þriðja hundrað tónleika og flestir þeirra hafa verið í Hörpu sem er heimili sveitarinnar. Hljómsveitin hefur starfað með mörgum erlendum sem innlendum hljóðfæraleikurum og söngvurum.Að þessu sinni vinnur Stórsveitin með tónlistarkonunni Sölku Sól sem þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni.

Ruv.is

01.12.2025

Íslensk tónlist besta leiðin til að halda tungunni ferskri

1. desember er ekki einungis fullveldisdagurinn og dagur reykskynjarans, í dag er líka haldið upp á dag íslenskrar tónlistar. Formleg dagskrá er í Hörpu en hófst í grunnskólum landsins með samsöng.Lag Páls Óskars Hjálmtýssonar og Benna Hemm Hemm, Eitt af blómunum, varð fyrir valinu í ár og þeir heimsóttu Snælandsskóla í Kópavogi í morgun og tóku lagið með krökkunum.Benni segir brýnt að halda íslenskri tónlist að ungu kynslóðinni, einkum til að halda málinu við.

Mbl.is

01.12.2025

Engin upplýsingaóreiða í þetta sinn

Orkuspá Íslands er landakort sem gefur okkur innsýn inn í framtíðina og góð landakort gera okkur kleift að ná áfangastað á öruggan hátt. Þetta kom fram í máli Gests Péturssonar, forstjóra umhverfis- og orkustofnunar, á fundi í Hörpu þar sem orkuspáin, fyrir árin 2025 til 2050, var kynnt. Frétt af mbl.is Orkuöryggi gæti staðið tæpt „Það sem er sérstakt við þessa orkuspá er ekki bara innihaldið heldur aðferðin og hugarfar okkar sem stöndum að orkuspánni.

Rás 1 og 2

01.12.2025

Dagur íslenskrar tónlistar

Í dag er fullveldisdagurinn, en það er líka haldið upp á dag íslenskrar tónlistar. Formleg dagskrá er í Hörpu síðar í dag þar sem íslenskt tónlistarfólk verður heiðrað og fær viðurkenningu fyrir verk sín. Dagurinn hófst aftur á móti í grunnskólum landsins.

Visir.is

01.12.2025

Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir

Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma. Ný spá um þróun raforku, jarðvarma og orkuskipta fyrir tímabilið 2025 til 2030 var kynnt í morgun. Þar kemur meðal annars fram að óvíst sé hvort framboð raforku mæti eftirspurn til ársins 2030. Ekki sé þannig mikið svigrúm fyrir vöxt í raforkunotkun.

Mbl.is

01.12.2025

Orkuöryggi gæti staðið tæpt

Tvísýnt er hvort framboð raforku mæti eftirspurn til ársins 2030 í slæmum vatnsárum. Þetta kemur fram í grunnspá raforkuspár fyrir árin 2025 til 2050, sem var kynnt í dag sem hluti af Orkuspá Íslands fyrir sama tímabil. Landsnet, Raforkueftirlitið og Umhverfis- og orkustofnun kynntu í Hörpu lykilniðurstöður um þróun raforkueftirspurnar, orkuskipta, jarðvarma og fleiri orkukosta. Frétt af mbl.

Mbl.is

01.12.2025

Myndir: Ljósin á Hamborgartrénu tendruð í 60. sinn

Ljósin á Hamborgartrénu voru tendruð í 60. sinn í gær við hátíðlega athöfn á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Athöfnin markaði 60 ára vináttu og samskiptasögu Hamborgar og Reykjavíkur, en fyrsta tréð barst til landsins árið 1965 sem gjöf frá Hamborg. Það var sendiherra Þýskalands á Íslandi, Clarissa Duvigneau, sem tendraði ljósin. Ljósin á Hamborgartrénu voru tendruð í 60. sinn í gær við hátíðlega athöfn á Miðbakka Reykjavíkurhafnar.

Smartland.is

01.12.2025

Instagram: Sunneva Eir og Birgitta Líf toppuðu sig

Það var líf og fjör hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins í liðinni viku. Sunneva Eir Einarsdóttir hélt áfram að deila myndum frá Parísarferð sinni, Birgitta Líf Björnsdóttir sýndi frá ævintýrinu í Dúbaí og Jón Jónsson fagnaði 23 ára sambandsafmæli sínu og Hafdísar Bjarkar Jónsdóttur. Ísdrottningin sjálf, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, deildi eldheitri sjálfsmynd og Guðrún Svava Egilsdóttir kíkti á jólastemninguna í miðbænum.

Mbl.is

01.12.2025

Beint: Orkuspá Íslands

Landsnet, Umhverfis- og orkustofnun og Raforkueftirlitið kynna í dag Orkuspá Íslands 2025-2050. Kynningin fer fram í Hörpu kl. 10.30 - 11.30. Á fundinum verða kynntar lykilniðurstöður um þróun raforkueftirspurnar, orkuskipta, jarðvarma og fleiri orkukosta. Um er að ræða ítarlega greiningu sem hefur mikið upplýsingagildi fyrir umfjöllun um orku- og innviðamál og framtíðarstefnu í orkumálum, að því er fram kemur í tilkynningu. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan.

Morgunblaðið

01.12.2025

Hvetja útvarpsstöðvar til að spila eingöngu íslenska tónlist í dag

MENNINGDagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, mánudaginn 1. desember. Af því tilefni verður þeim einstaklingum og/eða hópum sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í að efla íslenskt tónlistarlíf veitt viðurkenning í Hörpu.

Morgunblaðið

01.12.2025

Fögur tónlist í Firðinum

• Hanna Dóra Sturludóttir í Hafnarborg í Hafnarfirði • Syngur í stóru verkefni í Saarbrücken í ÞýskalandiSíðustu hádegistónleikar ársins í Hafnarborg í Hafnarfirði verða á morgun, þriðjudaginn 2. desember, og hefjast þeir að vanda klukkan 12.

K100 - þættir

30.11.2025

Stjörnurnar hlaða batteríin: „Þetta verða svakalegir keyrsludagar“

„Það var bara sleginn tónn strax í myndatökunni, þetta verður svo gaman,“ sögðu þeir Einar Bárðarson og Gunni Óla þegar þeir litu við hjá Bolla Má í Síðdegis bollanum á K100 til að ræða jólatónleikana Komdu um jólin. Jóhanna Guðrún naut sín greinilega í goðum félagskap. Ljósmynd/Mummi Lú Með þeim í Eldborg verður fríður flokkur; Birgitta Haukdal, Jóhanna Guðrún, Jón Jósep, Klara Einars, Bergsveinn Arelíusson og tónlistarstjórinn Vignir Snær Vigfússon.

Morgunblaðið

29.11.2025

Að ljá konum rödd

Mzungu heitir ný bók eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur og Simon Okoth Aora. Sagan er byggð á reynslu þeirra af heimili fyrir munaðarlaus börn sem Íslendingur rekur í Keníu en er um leið ádeila.Mzungu heitir ný bók eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur og Simon Okoth Aora.

Morgunblaðið

29.11.2025

Meira aðventuen jólabarn

K100Stefán Hilmarsson segir aðventuna skemmtilegri en sjálf jólin og kynnti nýja stuttskífu í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Skífan heitir „Nú má snjóa“ og inniheldur tvö erlend jólalög með íslenskum textum og eitt frumsamið lag sem hann vann með Karli Olgeirssyni.

Morgunblaðið

29.11.2025

Nína Margrét fagnar með tónleikum

Píanóleikarinn Nína Margrét Grímsdóttir kemur fram á einleikstónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudaginn 30. nóvember, klukkan 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sígildum sunnudögum.

Rás 1 og 2

30.11.2025

Tónlistarþróunarmiðstöð fær gálgafrest

Tekist hefur að tryggja húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvar úti á Granda í Reykjavík fram á vor. Samningurinn við eigendur hefur verið framlengdur um fjóra mánuði en allt benti til þess að miðstöðin og yfir 30 hljómsveitir sem þar æfa myndu missa aðstöðu sína um áramót. Tónlistarþróunarmiðstöðin hefur hýst þúsundir tónlistarfólks síðustu 23 árin.