Smassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
Vinirnir Hákon og Daníel Í nóvember, tvær síðustu helgarnar, buðu matreiðslumennirnir Daníel Pétur Baldursson og Hákon Sæmundsson upp á PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar á Siglufirði þar sem hinn sívinsæli Jólaborgari var á matseðlinum. Siglfirðingar létu ekki bjóða sér það tvisvar og var straumur gesta frá upphafi, enda margir sem hafa beðið eftir jólaborgaranum í heilt ár. Þetta var í tíunda sinn sem Daníel býður upp á þennan eftirminnilega borgara sem hefur ávallt notið mikilla vinsælda.Formaður Framsýnar þreifaði á málefnum PCC á Bakka við ráðamenn
Viðskiptagreining Landsvirkjunar stóð fyrir opnum fundi í Hörpu fimmtudaginn 4. desember um þróun mála hjá álverum og kísilframleiðendum síðustu misseri og hún sett í samhengi við íslenskan raunveruleika og alþjóðamarkaði.Brasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
Veitingastaðurinn Brasa hefur nú opnað formlega dyr sínar á annarri hæð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Að staðnum standa þeir Hinrik Örn Lárusson, Viktor Örn Andrésson og Sigurður Helgason, sem allir hafa áratuga reynslu og margverðlaunaðir matreiðslumen. Sigurður Helgason, Viktor O¨rn, Hinrik La´russon, eigendur BRASA Opnunarpartý fór fram í gær, fimmtudaginn 4. desember, þar sem gestir nutu léttar veitingar.„Af því sem ég hef gert er þetta hugsanlega það vafasamasta“
Birgitta Haukdal og Hugleikur Dagsson standa bæði í ströngu fyrir jólin. Birgitta kemur fram á stórtónleikum á föstudag en aðventan fer að miklu leyti í kynningu á nýjustu barnabókum hennar. Hugleikur var að senda frá sér nýtt spil sem nefnist Íslendingabrók og mætti segja að markmið og efni spilsins geti talist aðeins vafasamt. Hugleikur og Birgitta fundu tíma til að setjast niður með þeim Gísla Marteini Baldurssyni og Söndru Barilli í Morgunkaffinu á Rás 2.Uppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
Það er nú orðið ljóst að engin sæti eru eftir á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara sem fram fer í Hörpu laugardagskvöldið 10. janúar. Áhuginn hefur verið gífurlegur og myndaðist biðlisti strax um miðjan nóvember sem jafnast á við met í sögu þessa vinsæla viðburðar. Þetta eru kærkomin tíðindi fyrir félagsmenn Klúbbs matreiðslumeistara sem taka þátt í undirbúningi og framkvæmd kvöldsins.Fjölmennur fundur á Akureyri um sí- og endurmenntun iðngreina
Fjölmennt var á fundi Iðunnar fræðsluseturs, Samtaka iðnaðarins, FMA, Byggiðnar og FIT sem haldinn var í Hofi á Akureyri fyrir skömmu þar sem fjallað var um stöðu sí- og endurmenntunar í iðngreinum á Norðurlandi. Fjöldi fulltrúa fyrirtækja, kennara og fagfólks úr iðnaði mætti og skapaðist lífleg og uppbyggileg umræða um þörf, tækifæri og næstu skref í fræðslu og hæfnieflingu.Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins mokgræða á ríkinu – Hafa fengið tvo milljarða frá árinu 2015
Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa stórgrætt á ríkisfyrirtækjum undanfarin ár. Þetta má sjá í svari Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vísir greindi fyrst frá.Ríkisfyrirtæki hafa greitt hagsmunasamtökum tvo milljarða síðan 2015
Íslensk ríkisfyrirtæki og -stofnanir hafa á síðustu tíu árum greitt tvo milljarða til hagsmunasamtaka á borð við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Landsbankinn og Landsvirkjun greiða lang mest. Greiðslur ríkisaðila til samtakanna hafa vaxið úr 111 milljónum króna árið 2015 í 245 milljónir í ár, en aldrei hafa hærri gjöld verið greidd til slíkra samtaka og á yfirstandandi ári.Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar?
Í dag 1. desember klukkan 17:00 fer fram formleg dagskrá Dags íslenskrar tónlistar í Hörpu. Þá kemur í ljós hvaða einstaklingar eða hópar munu hljóta viðurkenningar ársins, auk þess sem flutt verða hátíðleg skemmti- og tónlistaratriði í takt við daginn. Hægt er að horfa á hátíðina í beinu streymi hér fyrir neðan. Hægt er að horfa í spilaranum hér að neðan en hátíðin hefst kl 17:00: Dagur íslenskrar tónlistar hefur verið haldinn í 1.Hvetja útvarpsstöðvar til að spila eingöngu íslenska tónlist í dag
MENNINGDagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, mánudaginn 1. desember. Af því tilefni verður þeim einstaklingum og/eða hópum sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í að efla íslenskt tónlistarlíf veitt viðurkenning í Hörpu.Stjörnurnar hlaða batteríin: „Þetta verða svakalegir keyrsludagar“
„Það var bara sleginn tónn strax í myndatökunni, þetta verður svo gaman,“ sögðu þeir Einar Bárðarson og Gunni Óla þegar þeir litu við hjá Bolla Má í Síðdegis bollanum á K100 til að ræða jólatónleikana Komdu um jólin. Jóhanna Guðrún naut sín greinilega í goðum félagskap. Ljósmynd/Mummi Lú Með þeim í Eldborg verður fríður flokkur; Birgitta Haukdal, Jóhanna Guðrún, Jón Jósep, Klara Einars, Bergsveinn Arelíusson og tónlistarstjórinn Vignir Snær Vigfússon.