FJÖLMIÐLAVAKTIN

 

Útvarpsaga.is

27.12.2024

Áramótin í Reykjavík: Mikið um að vera og ýmis atriði til að huga að

Reykjavíkurborg hefur kynnt áætlanir sínar vegna áramótanna 2024-2025. Áramótin eru alltaf stór viðburður í höfuðborginni með hátíðarhöldum, brennum og flugeldasýningum. Borgin hvetur þó til skynsemi og ábyrgðar í kringum flugeldanotkun og minnir á mikilvægi þess að huga að heilsu, umhverfi og öryggi borgarbúa. Hér er samantekt á því helsta sem fram kemur í tilkynningu borgarinnar. Svifryksmengun og loftgæði Nokkrar líkur eru á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2025 vegna flugelda.

Smartland.is

27.12.2024

Laufey er manneskja ársins

Árið hjá íslenska tónlistarundrinu Laufeyju Lín Bing Jónsdóttur hefur verið viðburðaríkt og mörgum stórum áföngum náð. Hún er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands. Laufey hefur náð stórkostlegum árangri í tónlistarheiminum síðustu ár og var þetta ár sérstaklega viðburðaríkt. Hún prýddi meðal annars forsíðu Billboard-tímaritsins, vann Grammy-verðlaun, birtist á hvíta tjaldinu og var á lista Forbes.

Mannlif.is

27.12.2024

Lilja mærir Magga Eiríks í hástert: „Ég fyllist enn á ný lotningu“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mærir tónlistargoðsögnina Magnús Eiríksson í nýrri færslu en hún afhenti honum Þakkarorðu íslenskrar tónlistar í byrjun desember. Ríkisútvarpið sýndi í gær frá athöfn sem fram fór í Hörpu 1. desember síðastliðinn en þar var Magnúsi Eiríkssyni veitt Þakkarorða íslenskrar tónlistar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi ráðherra afhenti Magnúsi orðuna en hún skrifaði síðan færslu í gær þar sem hún mærði tónlistarmanninn í hástert.

Morgunblaðið

27.12.2024

Laufey Lín Jónsdóttir er manneskja ársins

Árið hjá íslenska tónlistarundrinu Laufeyju Lín Bing Jónsdóttur hefur verið viðburðaríkt og mörgum stórum áföngum náð. Hún er manneskja ársins að mati lesenda Smartlands.Árið hjá íslenska tónlistarundrinu Laufeyju Lín Bing Jónsdóttur hefur verið viðburðaríkt og mörgum stórum áföngum náð.

Morgunblaðið

27.12.2024

Mest lesnu tískufréttir ársins

Árið var viðburðaríkt í pólitíkinni en á árinu voru bæði forseta- og alþingiskosningar. Smartland fjallaði ítarlega um klæðnað þeirra sem í sviðsljósinu voru enda áhugavert að rýna það hvernig fólk í ákveðnum stöðum kýs að klæða sig.

Nutiminn.is

26.12.2024

70.000 mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2023

Ekki skorti verkefnin hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2023, þar sem um 70.000 mál voru skráð hjá embættinu. Þó flest verkefni væru hefðbundin, hefur þróun samfélagsins leitt til nýrra áskorana. Áhyggjur hafa vaknað vegna aukins vopnaburðar, sérstaklega meðal ungra karlmanna, þar á meðal hnífa og skotvopna. Nokkrar skotárásir voru rannsakaðar á árinu, og þykir mildi að enginn lét lífið í þeim.

Sunnlennska - sunnlenska.is

25.12.2024

Pabbi átti alltaf gott samband við Gáttaþef

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir í Lambhaga á Rangárvöllum svaraði nokkrum jólaspurningum fyrir sunnlenska.is. Hvort ertu meiri skröggur eða jólaálfur? Er mikill jólaálfur inn við beinið en skröggur lætur stundum á sér kræla ef álagið verður mikið. Uppáhalds jólasveinn? Gáttaþefur - pabbi átti alltaf gott samband við hann og því er hann í uppáhaldi. Uppáhalds jólalag? Jól eftir Báru Grímsdóttur. Uppáhalds jólamynd? Á enga uppáhalds jólamynd þar sem ég horfi afar lítið á sjónvarp.

Mbl.is

25.12.2024

Jólagjafir vinnuveitenda í ár

Vinnuveitendur gleðja margir starfsfólk sitt fyrir jólin og flestir þeirra gefa því jólagjöf. Í ár fellur enginn hátíðisdagur um jól og áramót á helgi og því minna en oft áður um að vinnuveitendur gefi auka frídaga yfir jólahátíðina. mbl.is hefur tekið saman lista, sem þó er alls ekki tæmandi, yfir jólagjafir vinnustaða til starfsfólks í ár. Sendu endilega upplýsingar um jólagjafir á frettir@mbl.is.

Stöð 2

18.12.2024

Grín, grúv og gæsahúð

Jólasýningin Vitringarnir þrír verður sýnd í Hörpu í kvöld. Þarna verður sungið, grínast, grúvað og margt fleira en Bjarki Sigurðsson er mættur í Hörpu. Telma Tómasson: Bjarki, hverjir eru þessir þrír vitringar eiginlega? Bjarki Sigurðsson: Vitringarnir þrír, þið kannski sjáið þá á bak við mig, þetta er frægasti Dalvíkingurinn, þetta er næstfrægasti Dalvíkingurinn og frægasti Færeyingurinn, en strákar, segið mér aðeins frá þessari sýningu hérna hjá ykkur í kvöld? Jógvan Hansen, tónlistarmaður: Já, hvað eigum við að segja frá, þetta er tónlistarskemmtun, eigum við að segja svoleiðis, tónlistarveisla.

Fiskifréttir.is

23.12.2024

Ljósin á aðventunni

Ljósin lýsa upp skammdegið í gömlu höfnininni í Reykjavík á aðventunni. Harpan er svo sem í jólalitum meira eða minna allt árið en sett hafði verið jólasería á varðskipið Freyju og mikilli birtu stafar frá nýja Edition hótelinu og húsunum þar í kring.

DV.is

23.12.2024

Jónas tætir tónleika Frostrósa í sig: „Fékk mig frekar til að kúgast en klappa“

Tónlistargagnrýnandinn Jónas Sen mætti á hátíðartónleika Frostrósa sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu síðastliðinn föstudag. Jónas skrifar dóm um tónleikana sem birtist á vef Vísis í morgun en ef marka má dóminn hefur Jónas oft skemmt sér betur. Hann tekur fram í byrjun umfjöllunarinnar að hann hafi aldrei mætt á tónleika Frostrósa meðan þeir voru árviss viðburður á árunum 2002 til 2013 og ekki heldur þegar hefðin var endurvakin í fyrra.

Visir.is

23.12.2024

Brostnar væntingar á Frostrósum

Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu. Ekki vantaði þó íburðinn. Þarna voru fjórir eða fimm kórar, þar af skólakór Smáraskóla og börn úr barnakór sama skóla, svo líklega teljast það tveir kórar.

Morgunblaðið

23.12.2024

Falleg hátíðardagskrá á jólatónleikum Íslensku óperunnar í dag

MENNINGÍslenska óperan mun halda árlega jólatónleika sína í dag, Þorláksmessu, í Hörpuhorni í Hörpu kl. 15. Kór Íslensku óperunnar mun flytja fallega hátíðardagskrá. Magnús Ragnarsson stjórnar kórnum. Tónleikarnir hafa verið ómissandi þáttur í jólahaldi mjög margra um árabil, segir í kynningartexta.

Smartland.is

22.12.2024

„Tíminn með fjölskyldunni er ennþá mikilvægari fyrir mig núna“

Áslaug Magnúsdóttir er lærður lögfræðingur og viðskiptafræðingur. Hún er búsett í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum Sacha Tueni og syninum Ocean Thor. Áslaug hefur verið áberandi allt frá því hún stofnaði tískuvefsíðuna Moda Operandi árið 2010. Fyrir fáeinum árum stofnaði hún svo fatalínuna Kötlu sem leggur áherslu á sjálfbærni í tísku. Í öllu amstrinu sem fylgir viðskiptalífinu metur Áslaug fjölskylduna mest af öllu.

Heimildin.is

22.12.2024

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Við hittumst fyrst í október á Artic Circle, Hringborði norðurslóða, sem fór fram í Hörpu. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar Grímsson, er forsvarsmaður þingsins, sem er helsti vettvangur heimsins þegar kemur að málefnum norðurslóða og þangað mætir fólk víða að úr heiminum. Af því tilefni var hún stödd hér á landi. Dorrit situr í sófa á Edition-hótelinu og talar í síma. Rétt hjá situr Samson, hundurinn hennar.

Mbl.is

21.12.2024

Myndir: Þingflokkarnir funda á Alþingi

Fundir þingflokka verðandi stjórnarflokka hófust klukkan 9 í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis. Tillaga að stefnuyfirlýsingu og samstarfi Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins í ríkistjórn. mbl.is/Eyþór Frétt af mbl.

Morgunblaðið

21.12.2024

Tónleikarnir marka viss tímamót

• 42 ára starfsferli Listvinafélagsins í Reykjavík að ljúka • Flytja Jólaóratóríu Bachs í Eldborg Hörpu 29. desember • Flytjendur um 100 talsins • Þakklátur fyrir tækifærið og allt traustið„Áhorfendur mega fyrst og fremst búast við því að þetta verði frábærir tónleikar því þetta eru allt saman frábærir flytjendur sem hafa mikla reynslu í að flytja þessa tónlist.

Morgunblaðið

21.12.2024

Alltaf haft gaman af því að hitta fólk

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi – 60 áraAldís Hafsteinsdóttir er fædd 21. desember 1964. Fyrsta árið bjó hún í Reykjavík en fluttist svo á öðru ári til Hveragerðis þar sem hún ólst upp.

Morgunblaðið

21.12.2024

Ríkisstjórn Bjarna kveður

• Ný ríkisstjórn kynnt til leiks í dagStarfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fundaði í síðasta sinn klukk an 10 í gær. All ir ráðherr ar mættu til leiks á fund inn fyr ir utan Ásmund Einar Daðason mennta- og barna málaráðherra.

Rás 1 og 2

20.12.2024

Ný ríkisstjórn kynnt á morgun

Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á blaðamannafundi í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun. Fráfarandi ríkisstjórn kemur saman á ríkisráðsfundi klukkan 15 og ný ríkisstjórn tekur í framhaldinu við. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er næsti forsætisráðherra samkvæmt heimildum fréttastofu.